Login to make your Collection, Create Playlists and Favourite Songs

Login / Register
Novatormennirnir í njósnaupptökunum
Novatormennirnir í njósnaupptökunum

Novatormennirnir í njósnaupptökunum

00:15:40
Report
Í um 15 ár hafa tveir nánustu samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis og ríkasta manns Íslands verið tiltölulega lítið til umfjöllunar í fjölmiðlum miðað við hvað þeir eru umsvifamiklir. Þetta eru þeir Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson sem unnu lengi með Björgólfi Thor hjá fjárfestingarfélaginu Novator.Stundum hafa þeir verið kallaðir vinstri og hægri hönd Björgólfs Thors. Þeir eru orðnir tveir af ríkustu mönnum landsins og högnuðust til að mynda um 20 milljarða króna á fjárfestingu sinni í fyrirtækinu Kerecis árið 2023. Eftir viðskiptin með Kerecis árið 2023 mat Viðskiptablaðið sameiginleg auðæfi þeirra Birgis Más og Andra á um 40 milljarða króna. Birgir Már kemur fyrir á leynilegri upptöku sem Kveikur sýndi að hluta til í gær þar sem hann ræðir við lögreglumennina fyrrverandi Jón Óttar Ólafsson og Guðmund Hauk Gunnarsson um að njósna um fjárfestinn Róbert Wessmann, samstarfsmenn hans og einnig einstaklinga sem stóðu fyrir hópmálsókn gegn Björgólfi Thor. Nafn Andra Sveinssonar kemur einnig fram þar. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Novatormennirnir í njósnaupptökunum

View more comments
View All Notifications