Login to make your Collection, Create Playlists and Favourite Songs

Login / Register
Fólkið sem flýr pólitískar ofsóknir í Venesúela
Fólkið sem flýr pólitískar ofsóknir í Venesúela

Fólkið sem flýr pólitískar ofsóknir í Venesúela

00:13:29
Report
Íslendingar hafa fengið innsýn í harðari og hættulegri veruleika en fólk á að venjast hér á landi í gegnum fjölda Venesúelabúa sem hafa flutt til Íslands á liðnum árum. Sumir þessara Venesúelabúa hafa sagt sögur sínar í fjölmiðlum þar sem þeir greina frá því að þeir hafi tekið þátt í pólitísku starfi í heimalandinu. Þeir hafa sagt frá því að í kjölfarið að hafi þeir lent í ofsóknum einræðisherrans Nicolas Maduro sem stýrt hefur landinu með harðri hendi í rúman áratug. Einn Venesúelabúi sem hefur sótt um leyfi til að setjast að hér á landi á þessum forsendum er maður að nafni Orlando Peña Guevara sem er 56 ára gamall. Hann kom hingað til lands ásamt konu sinni, Reddys Jimenez, og tveimur dætrum í janúar í fyrra. Saga þeirra er sögð í þættinum í dag. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Fólkið sem flýr pólitískar ofsóknir í Venesúela

View more comments
View All Notifications