Login to make your Collection, Create Playlists and Favourite Songs

Login / Register
Jimmy Ekstedt - fyrrum landsliðsstjóri sænska fimleikasambandsins
Jimmy Ekstedt - fyrrum landsliðsstjóri sænska fimleikasambandsins

Jimmy Ekstedt - fyrrum landsliðsstjóri sænska fimleikasambandsins

01:19:46
Report
Jimmy Ekstedt er Svíi með sterkar tengingar við Ísland, hann þjálfar hér á landi og er giftur íslenskri konu og saman eiga þau tvær stúlkur. Þegar þátturinn var tekinn var hann landsliðsstjóri sænska fimleikasambandsins en hefur nú sagt upp störfum þar og tekið að sér verkefni á Íslandi.Þótt Jimmy komi úr fimleikunum þá hefur hann þjálfað íþróttafólk úr öllum íþróttum, þátturinn er því fyrir fólk sem hefur áhuga á íþróttum unglinga og afreksfólks! Jimmy ræðir þjálfarahlutverkið, hvað gerir góðan þjálfara og mikilvægi þess að skapa jákvætt umhverfi fyrir íþróttafólk og framtíð íþróttaþjálfunar. Tíðahringur íþróttafólksins, kynþroskaskeiðið, hvenær á að byrja að sérhæfa sig, íþróttaforeldrar og eru íþróttir barnanna orðið að fjölskyldu "business"? Hann segir hvernig Svíar skoða meiðslasögu íþróttafólksins þegar kemur að landsliðsvali, næringu íþróttafólk, mikilvægi þess að fylgja skipulögðu æfingaplani og að ná markmiðunum sínum. Þá segir hann frá nýju concepti í Svíþjóð sem er Íþrótta áhalda banki (Sport equipment bank). Jimmy hefur áhyggjur að íþróttir á Íslandi séu að dragast aftur úr, hvort við séum stöðnuð og spyr hvar eru fyrirmyndirnar, því þær hvetja jú til íþróttaiðkunar. Skelltu þér í göngutúr og taktu Jimmy Ekstedt með þér. Samstarfsaðilar Klefans eru: Powerade, Lengjan, Auður, Hafið Fiskverslun og Nutrilenk. @jimmyeks@klefinn.is@siljaulfars--- Jimmy Ekstedt Former national team director of Swedish gymnasticsIn this conversation, Jimmy discusses his journey as a coach in gymnastics, the importance of creating a positive environment for athletes, and the role of nutrition and parental support in sports. He emphasizes the need for self-determination among athletes and the significance of following a structured plan to achieve their goals. The discussion also touches on injury prevention, the evolution of coaching philosophies, and the future of sports coaching.A good coach sets boundaries and creates a fun environment. Creating a safe and enjoyable environment helps retain athletes. Education for coaches is essential for athlete development. Parents should support their children without interfering. Injury prevention is a priority in gymnastics training. Athletes should follow a structured plan to achieve their goals.

Jimmy Ekstedt - fyrrum landsliðsstjóri sænska fimleikasambandsins

View more comments
View All Notifications